Til styrktar góðu málefni

Á morgun ætla ég upp í Borgarnes og borða grískan saltfisk. Gömul skólasystir og kórsystir úr Hamrahlíðinni, Ingibjörg Ingadóttir, ætlar að elda dýrðina og bera fram í Landnámssetrinu og rennur ágóðinn til krabbameinsrannsókna. Mig langar að hvetja alla til að fara inn á www.gongumsaman.is og kynna sér hvað þessar duglegu konur eru að gera. Þær ætla semsagt að ganga eitt og hálft maraþon í New York í næsta mánuði.

Ég gef skýrslu um saltfiskinn þegar hann hefur verið snæddur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góða ferð og ég bið að heisa í Borgarnes.

Heidi Strand, 17.9.2007 kl. 21:57

2 identicon

Það er algjört möst að fá rapport. En varðandi Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð: Ég veit að maður á ekki að öfunda annað fólk en ég verð að játa að ég hef alltaf öfundað þá sem hafa verið svo heppnir að hafa fengið að syngja í þessum kórum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 01:02

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já það var mikil upplifun að fá að syngja í þessum kórum. Og ekkert smá af tónlist sem maður kynntist. Og allt þetta fólk sem maður þekkir síðan!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 18.9.2007 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband