Dýrt er það

Á leið okkar út úr bænum í gær komum við við í ostabúðinni í Hagkaupum í Kringlunni og keyptum okkur litlar flísar af uppáhaldsostunum okkar; gorgonsola, Prima Donna, gamal Ola og Cheddar. Mér ofbýður verðið á kræsingunum því að kílóið af þeim dýrasta var yfir 5000 kr.  Þetta er klikkun - að kaupa ost á nautakjötsverði. Ég vil nú frekar osta en nautakjöt -en svei mér þá ef ég neyðist ekki til að fara út í að nautakjötsát.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Ég hætti að vera viðskiptavinur í þessari ostabúð fyrir nokkrum árum þegar verðið hækkaði um tugi prósenta á nokkrum vikum. Ég elska osta og kom stundum við þarna og fékk mér nokkrar flísar. En ekki lengur, leiðist að láta okra á mér.

Ibba Sig., 17.9.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: gua

Í Nóatúni í Smáralind er sælkeraborð með gott úrval á ostum á mun lægra verði en í Hagkaup, keypti einmitt racklett ost þar um helgina umm

gua, 17.9.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband