6.9.2007 | 14:44
Dauðarefsing/fóstureyðingar
Ég spurði JVJ á síðunni hans hvort hann væri fylgjandi dauðarefsingu og bað um já eða nei svar. Ef hann er á móti dauðarefsingu þá hefði svarið orðið hreint og klárt NEI. Hann segir aftur á móti að hann hafi ekki tíma til að svara mér. Það segir mér að hann þurfi að útskýra fyrir mér afhverju hann er fylgjandi dauðarefsingu.
Ég næ þessu ekki alveg. Hann vill undir engum kringumstæðum leyfa fóstureyðingar - ekki einu sinni hjá níu ára barni sem var nauðgað - en er fylgjandi dauðarefsingu.
Athugasemdir
Fólk er ekki alltaf samkvæmt sjálfu sér.
Svala Jónsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:23
Beitt Kristín Það er líka það eina sem dugar á menn eins og JVJ. Málið er að þeir sem reyna að fara í gegnum lífið með bókstafstrú að vopni lenda alltaf á endanum í basli með að verja þennan „stóra sannleika“ sinn.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:21
Kristín er fylgjandi "frjálsum" (þ.e.a.s. skilmálalitlum) fósturdeyðingum, en andvíg dauðarefsingum, eftir því sem hér má sjá. En hún er einmitt HLYNNT dauðarefsingu hinna saklausu og ómálga, meybarna sem sveinbarna, þeirra sem í hrönnum eru dæmd til dauða, m.a.s. á okkar landi, ýmist vegna verka eða vanrækslu feðra þeirra eða mæðra, einnig vegna þrýstings annarra ættingja, 'vina' foreldranna, læknaliðs á kvennadeildum og samsekra stjórnmálamanna. Sem sé: Kristín er andvíg dauðarefsingu jafnvel hinna alsekustu þjóða- og fjöldamorðingja, en meðmælt dauðarefsingu hinna blásaklausu!
Jón Valur Jensson, 8.9.2007 kl. 16:29
En ert þú Jón Valur fylgjandi dauðarefsingu? Um það var spurt. Ég þarf svosem ekki að fá svar frá þér - ég held mig vita hver afstaða þín er......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.9.2007 kl. 19:46
Ég er svo lítið fylgjandi henni, að ég er langtum fremur andvígur henni en fylgjandi. En þetta áttu eflaust bágt með að skilja. Gefum þér þó þrjú dæmi til að skoða málið: Í 1. lagi er ég andvígur sennilega langt yfir 95% dauðarefsinga sem eiga sér stað á þessari 21. öld (og hér er ég samt ekki að telja með dauðadómana yfir ófæddu börnunum; væru þau talin með, yrði þessi tala sennilega um eða yfir 99,99999%; en hvernig væri þá þín staða, Kristín Björg, til samanburðar?). -- Í 2. lagi geri ég svo stranga kröfu til þyngdar og eðlis glæpsins, til réttlátrar sakarannsóknar, til málsmeðferðar og sönnunarfærslu, að ég hygg, að fæst ríki, sem nú beita dauðarefsingu, standist þær kröfur, og það innifelur marga dómstóla Bandaríkjanna. -- í 3. lagi er ég andvígur dauðarefsingum á Íslandi og sé ekki fram á, að það breytist, meðan ég lifi.
En Kristín Björg, gerðu nú eitt viðvik fyrir mig á móti: Segðu mér og öðrum, hvort það í alvöru standist, sem ég skrifaði þarna og feitletraði í fyrri færslu minni. Ætlarðu að segja lesendum þínum, að það sé rétt? Og nú tjóar ekki að þegja um það eins og í kvöld; þú veizt, hvernig við myndum túlka þögn þína. Gangi þér vel að hugsa málið, því að stórt er spurt -- þó að svarið megi vera stutt.
Jón Valur Jensson, 9.9.2007 kl. 00:22
Ég er alfarið á móti dauðarefsingu en ég er fylgjandi því að fóstureyðingar séu leyfðar.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.9.2007 kl. 15:39
Það var kominn tími til, að það kæmist á hreint. Líttu nú á nýjustu innlegg mín, nr. 608 og 609 (9.9.2007 kl. 05:24 og 14:23), á hinni fjölsóttu vefsíðu Höllu Rutar, og segðu okkur svo, hvort þú sért stolt af þessari afstöðu þinni til hinna ófæddu.
Jón Valur Jensson, 9.9.2007 kl. 15:51
http://www.lifeandlibertyforwomen.org/truth_about_photos.html
http://8e.devbio.com/article.php?ch=21&id=164
http://www.allwomensclinic.com/evapics.htm
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.9.2007 kl. 16:32
Ekkert svar var þetta við tilmælunum í síðasta innleggi mínu.
Ef þú dregur í efna sanngildi myndanna á vefsíðu Lífsverndar (lifsvernd.com), þá geturðu hreinsað þær efasemdir úr kerfinu með því að mæla þér mót við mig yfir kaffibolla, þar sem ég mun opna fyrir þér hina miklu bók Marjore A. England (dósents í líffærafræði við Háskólann í Leicester á Englandi), A Colour Atlas of Life Before Birth (Wolfe Medical Publications Ltd), fulla af myndum og mjög nákvæmum upplýsingum um þroskaferil hinna ófæddu frá fyrstu stigum lífs þeirra fram til fæðingar. Þar færðu sannarlega betra tækifæri til að hugsa þig betur um ...
Jón Valur Jensson, 10.9.2007 kl. 00:14
Ég hélt að þú Jón Valur gætir dregið þær ályktanir að ég svara þér með því að benda á nokkrar síður sem ég tek trúi frekar að segi sannleikann heldur en myndirar á síðu Lífsverndar.
Til að taka af allan vafa þá endurtek ég hér með að ég er algjörlega á móti dauðarefsingu en er fylgjandi því að fóstureyðingar séu leyfðar. Hvorki myndir né bækur sem þú dregur upp úr pússi þínu fá mig til að skipta um skoðun.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:51
Hvað á ég að gera með síðustu vefsíðuna, sem þú bentir á? Hver á að hafa gagn af henni?! Hinar tvær bera augljósri áróðursstarfsemi vitni, og ég væri nú þegar búinn að krítísera þær af ýmsum ástæðum á þeim vefsíðum, ef þær væru opnar fyrir athugasemdum. Þú segist "trú[a] frekar að [þær vefsíður] segi sannleikann heldur en myndirnar á síðu Lífsverndar," en tókstu ekki eftir, að ég gerði þér gott tilboð að ganga miklu betur úr skugga um sannleikann í málinu með því að skoða afar ýtarlegt fræðimannsverk um vaxtarferil hinna ófæddu? Hvert er svarið við tilboðinu? Hafnirðu því og haldir þig við þá einstrengingslegu afstöðu, sem fram kemur í lokasetningu þinni, þá örvænti ég um hæfni þína til að bæta þekkingu þína á svo mikilsvarðandi máli, sem þú finnur þó hvöt hjá þér til að úttala þigum. Ertu kannski hrædd við sannleikann, Kristín Björg?
Jón Valur Jensson, 10.9.2007 kl. 11:06
Ertu að meina kaffið? ég segi nei takk við því boði. Annað ætti að vera ljóst á svörum mínum.
Svo er mér yfir höfðu alveg sama hvaða skoðun þú hefur á mér og mínum skoðunum.
Hvernig get ég tekið mann alvarlega sem vill ekki undir neinum kringumstæðum leyfa fóstureyðingar? Ekki einu sinni níu ára barni sem var nauðgað!
Hvernig get ég tekið mann alvarlega sem vill að kona gangi með barn fulla meðgöngu þó svo að vitað sé að barnið á ekki neinn möguleika á sjálfstæðu lífi utan móðukviðs?
Það er ekki eins og konur óski þess heitt og innilega að fara í fóstureyðingu. Þetta er neyðarúrræði og konan á að taka ákvörðun um það sjálf.
Hvað gerist þar sem fóstureyðingar eru bannaðr? Þar eru framkvæmdar ólöglegar fóstureyðingar sem verður til þess að allskonar fólk framkvæmir þessar aðgerðir - oft við hrikalegar aðstæður. Þar deyja konur því þessar aðgerðir eru framkæmdar af fólki sem ekki hefur til þess þekkingu.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.9.2007 kl. 11:22
Kaffið var aukaatriði. Má bjóða þér Earl Grey?
En á það að vera "ljóst á svörum" þínum, að þú þolir ekki að hætta því til að þurfa að endurskoða afstöðu þína í ljósi blákaldra staðreynda? Velkomið er, ef þú þolir ekki að sjá ásjónu mína, að fá einhvern annan til að sýna þér bókina (sem er vel að merkja ekki gefin út af lífsverndarsamrtökum, heldur útgefendum læknisfræðibókmennta og höfundurinn sjálfur háskólakennari og allsendis laus við nokkurt mat á fósturdeyðingum í textanum).
"Hvernig get ég tekið mann alvarlega sem vill ekki undir neinum kringumstæðum leyfa fóstureyðingar? Ekki einu sinni níu ára barni sem var nauðgað!" segirðu. En veiztu til þess, að barnið hafi beðið um fósturdeyðingu? Fyndist þér það líklegt, ef 9 ára barn skildi, hvað það gengi út á? Og hvernig viltu, að 5 mánaða fóstrið verði tekið út, með framkallaðri prostaglandín- eða saltvatns-(saline)-aðferð? Finnst þér það ýkja mannúðlegar aðferðir að eitra og brenna húð ófædda barnsins og senda það út í löngu ferli með harmkvælum? Eða býðurðu upp á partial-birth abortion, dráp hins ófædda með skurð í heila þess eftir framköllun fæðingar og rétt í þann mund sem höfuð barnsins er að fara að þrýstast út? Það er nú aðferð, sem tíðkaðist í hinni ríku Ameríku, en Bush yngri var svo vondur að afnema. Hræðilegir þessir hægrimenn!
En segðu mér annars: Hvernig get ég tekið einhvern alvarlega sem á opinn, skilmálalausan hátt er fylgjandi því, að allar fóstureyðingar séu leyfðar? -- Jú, satt að segja tek ég ykkur, pólitísku eintrjáningana, afar alvarlega og vara við ykkar köldu dauðamenningu.
Birtu okkur svo upplýsingar þínar um það, að "barnið á ekki neinn möguleika á sjálfstæðu lífi utan móðukviðs [les: móðurkviðar]." Verði það tekið með keisaraskurði (sem hefði líka getað verið ein beina fósturdeyðingaraðferðin), er vel hugsanlegt, að það lifi, verði það komið fram yfir 25. viku. Væri það svo slæmt?
"Hvað gerist þar sem fóstureyðingar eru bannaðar?" -- Hugsaðu málið: Hvað gerðist hér á landi, meðan lögin voru miklu þrengri? Ekki það, sem þú ímyndað þér, nema í sáralitlum mæli. Það eru til upplýsingar um það, hverju kvenfólk hefur svarað um ákvörðun sína, ef því væri neitað um fósturdeyðingu, og þær uppl. staðfesta ekki hald þitt. En stærsta afleiðingin yrði sú, að óplönuðum eða "óvelkomnum" þungunum myndi fækka verulega, af því að kvenfólk og jafnvel margir karlar færu að gæta betur að skírlífi sínu eða getnaðarvörnum. Væri það líka svo slæmt?
Jón Valur Jensson, 10.9.2007 kl. 19:07
Ég er sammála þér - þessir hægir menn í Bandaríkjunum eins og Bush eru hræðilegir. Svo ert þú enn að misskilja - fóstureyðingar eru ekki notaðar sem getnaðarvarnir.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 11.9.2007 kl. 09:39
Ég talaði ekki um það síðarnefnda í þessu innleggi mínu -- en um margt annað, sem þú virðist ekki sjá þér fært að svara. Óska þér til hamingju með það.
Jón Valur Jensson, 11.9.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.