Gangbrautaverðir

Þeir eru því miður fáir eftir gangbrautaverðirnir í Reykjavík og það finnst mér miður. Við viljum gjarnan að börn gangi í skóla og ég er viss um að ef það væru fleiri gangbrautaverðir þá væri foreldrum rórra. En foreldrar geta líka gengið með börnum sínum.

Hér áðurfyrr þá voru gangbrautaverðir á hverju horni. Ég sé einn enn við Langholtsskóla þar sem Holtavegur og Langholtsvegur mætast - veit ekki hvort þeir eru fleiri.

Á Akranesi við Grundaskóla þá sjá 10. bekkingar um að hjálpa þeim yngir yfir.

Þegar ég var bekkjarfulltrúi í Vogaskóla þá ætluðum við að skipuleggja vaktir foreldra til að vera á Skeiðarvoginum þegar börnin kæmu í skólann en fengum ekki brautargengi. Foreldrum fannst of mikil ábyrgð hvíla á sér þegar þeir væru á vaktinni. Ég held að þetta sé mjög algengt t.d. í Bandaríkjunum að foreldrar taki að sér einhverja morgna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband