Matarboð

Vorum í gærkvöldi hjá eðal hjónunum og pönkurum Iðunni og Valgarði. Ásamt okkur var þarna líka vinkona okkar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum atvinnumanneskja í knattspyrnu. Það var ekkert pönk á veitingum; ostar og púrtvín, aspas í forrétt og dýrðar nautalund með ofnbökuðu grænmeti og salati. Ótal flöskur af eðal rauðvíni. Á eftir fór fram viskí smökkun. Ferlega gaman eins og alltaf þegar við hittums yfir máltíð sem er svona 1 - 2 á ári. Drengirnir þeirra þeirra þrír voru líka heima og það var spilað og sungið. Flottast var þegar tekið var Chelse Hotel með Cohen - "we are ugly but we got the music". Gaman þegar ungt fólk kann að meta það sem áður var gert. Alveg eins og þegar við ellismellir kunnum að meta sem verið er að gera í dag.

Það er ekki leiðinlegt eyða kvöldstund með heimspekingi og sálfræðingi. Ég verð mjöööööög spök. Og það er mikið hlegið. Gulli og Valli taka gjarnan skák.

Í gær fórum við líka í karíóki en slík græja er nýkomin á heimili þeirra hjóna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Góðir vinir, góð vín, matur, tónlist, samræður.....gefa lífinu gildi

Inga Dagný Eydal, 2.9.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég væri alveg til í að syngja með þér í karíóki. Kveðja

Eyþór Árnason, 3.9.2007 kl. 21:08

3 identicon

omg! Veit ekki hvað Valli segir yfir að það skuli vera opinbert að þessi græja skuli .. ja ekki aðeins fyrirfinnast á heimili hans heldur líka dregin fram (tókuð þið eftir að hann var búinn að fela hana undir borði úti í horni?) og notuð!!!  Annars skemmti ég mér konunglega og mæli með meiri söng!

Iðunn (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband