2.9.2007 | 14:48
Húsverk
Dæturnar eru ansi duglegar að hjálpa til hér á heimilinu. Þær leggja á borð, taka af borði, losa uppþvottavél, hjálpa til að ganga frá þvotti, flokka blöð, sjá um flokkun og talningu á dósum og plasti, taka til í herbergjum sínum (svona stundum). Það er svo sannarlega hjálp í þeim. Í gær fóru þær aðeins framúr sjálfum sér þegar þær notuðu uppþvottaburstann til að hreinsa skálar kattarins. En þær vissu ekki betur.
Það er eins gott að þær taka til hendinni hér heima - ekki geri ég það. Ég var nokkuð dugleg hér í denn að taka til og þrífa, en það er lögnu liðin tíð. Ég veit ekkert leiðinlegra og tilgangslausara en tiltektir og þrif! þetta er eilífðarverk. Enda veður hér allt á súðum.....
Mér finnt það stundum leiðinlegt en greinilega ekki nógu leiðinlegt til að gera eitthvað í því. Ég hef í gegnum tíðina stundum haft heimilishjálp, en þá þarf alltaf að taka til áður en hjálpin kemur og það er oft ansi erfitt. Hvað er til ráða?
Athugasemdir
Haha, settu bara burstann í uppþvottavélina, þá þarf ekkert að henda honum. Eða bara hella yfir hann sjóðandi vatni, feikinóg. Kisa er nú ekkert SVO eitruð
Annars skil ég engan veginn hvers vegna mér tekst aldrei að kommenta hjá þér úr Safari þó ég sé skráð inn. Síðan þín hendir mér alltaf út, ég þarf að fara inn í Firefox til að geta skilið eftir skilaboð hjá þér. Allt í lagi hjá öðrum Moggabloggurum...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.9.2007 kl. 15:37
Getur einhver hjálpað Hildigunni?
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 2.9.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.