31.8.2007 | 13:50
Frænka mín
Mín dásamlega og fallega bróðurdóttir Gunnhildur Vala er farin til Gvatemala í sjálfboðaliðastörf. Ætlar að vera þar næstu 8 mánuði eða svo.
Það er hægt að fylgjast með henni hérna:
http://gunnhildurvala.blog.is/blog/gunnhildurvala/
Okkur finnst hún nú helst til langt í burtu en ég held að allir séu glaðir að hún hleypir heimdraganum á sama tíma og hún víkkar sjóndeildarhringinn og lætur gott af sér leiða. Það er ótrúlega þroskandi og gott að búa í útlöndum og kynnast einhverju allt öðru en maður er vanur. Þó svo að námslán okkar hjóna séu um fimm milljónir þá gerðu lánin okkur kleift að fara út í nám. Það hefði þó verið hagkvæmara ef við hefðum verið búin að kynnast áður en við fórum út......lánin væru kannski dálítið lægri. Við vorum ekki beint á ódyrustu svæðunum því Gulli var eitt ár í Bandaríkjunum og tvö ár í London og ég tvö ár vestanhafs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.