Útivistartími

Ég hef heyrt fólk bölsóttast út í að í barnaverndarlögum sé kveðið á um útivistartíma barna - foreldrar séu nú fullfærir um að meta hversu lengi börn þeirra séu úti á kvöldin. Það er margt til í því.

Mér hefur fundist þessi rammi alveg hreint stórgóður og ég finn að stelpunum finnst það líka. Þá er þetta engin metingur á milli krakka - allir inn á sama tíma.

Um daginn kom sú yngir inn tveim mínútum yfir tíu. Ég hafði a orði við hana að mér finndist svo gott að hún fylgdist með tímanum sjálf og ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur. "Mamma - það fara allir inn á sama tíma svo þetta er ekkert mál". Síðan bætti hún við að næsta sumar mætti hún vera úti til miðnættis - ef við leyfðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband