28.8.2007 | 12:18
Sönn saga -
Til mín komu hjón um daginn sem höfðu verið á ferðalagi um Albaníu. Þau létu vel af ferðinni og fannst landið áhugavert. Þau voru á bílaleigubíl og létu bara ráðast hvar þau létu fyrirberast - áttu hvergi pantaða gistingu nema fyrstu nóttina.
Þau voru fimm saman og höfðu pantað sér sjö manna bíl svo vel færi um alla. Þegar þau lentu á flugvellinum í Tirana fannst hvergi bíllinn sem þau höfðu pantað. Þetta átti að flottur bíll með cruse controll, topplúg og GPS staðsetningartækum. Það þurfti að vekja upp starfsmann bílaleigunnar sem kom strax til að athuga málið.
Hann rak upp roknahlátur þegar þau báru upp erindi sitt við hann og sýndu honum plöggin varðandi leiguna - svona flottur bíll væri nú ekki á þeirra leigu og ekkert GPS kerfi væri í landinu.
Það kom síðan í ljós að það beið eftir þeim flottur bíll í Albaníu NY - höfuðborg NY fylkis í Bandaríkjunum..........
Athugasemdir
æ æ
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:11
Það var ekki betra hjá manninum sem ætlaði frá Frankfurt til Sidney í Ástralíu en vaknaði eftir langt flug í borg með sama nafni vestanhafs.
Ár & síð, 28.8.2007 kl. 19:20
hehehe, já, það er líka hægt að fara flatt á París.
París í Texas-ríki
Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.8.2007 kl. 17:00
Hehehe! Góðar sögur. Fyrir mörgum árum gekk saga um þá nýja unglingahljómsveit sem var ráðin til að spila á félagsheimili í Borgarfirði eystri. Strákarnir vissu bara um einn Borgarfjörð, þennan sunnanlands. Þeir héldu að félagsheimilið væri austarlega í þeim Borgarfirði og klúðruðu mætingu í Borgarfjörð eystri.
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.