26.8.2007 | 14:41
Ungir menn
Þýsku piltarnir tveir sem leitað hefur verið að hafa verið mér ofarlega í huga. Mér finnst hræðilegt að þeir finnist ekki. Í nótt dreymdi mig að þeir hefðu fundist á lífi og ég man að ég grét af gleði. Í fréttum var síðan sagt að leit væri hætt. Ekki efa ég að það sé rétt ákvörðun enda þeir sem að leitinni koma þaulvanir.
Svo hef ég líka hugsað mikið um Aron Pálma og hans örlög. Hvernig má það vera að barn sé dæmt í margra ára fangelsi? Þetta er þvílík mannvonska. Það er ótrúlegt að hann skuli hafa staðist þessa raun og hann hlýtur að vera sérlega vel af guði gerður. Mikið vona ég að honum takist að öðlast nýtt og gott líf hér á landi og geti látið til sín taka varðandi fangelsanir á börnum eins og hann hefur áhuga á.
Athugasemdir
æi, þetta er bara svo sorglegt! Þegar ég hringdi um daginn til að tilkynna litla stráksa minn fundinn hélt svarandinn á 112 að ég meinti þá þýsku...
Tenging við hitt málið í færslunni: Strákarnir sem sonur minn 7 ára var með eru 11-12 ára. Tækju þeir upp á því að sjúga minn son, líkt og Aron Pálmi á að hafa gert, myndi ég ekki vera sátt, ég myndi heimta sálfræðiaðstoð og eftirlit með þeim eldri, ásamt því að þeir kæmu ekki nálægt syni mínum eða öðrum litlum strákum. 10 ára fangelsi er hins vegar algerlega út úr myndinni...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.