Komnar heim

Við mæðgur komum heim í gær glaðar og þreyttar. Köben var að venju yndisleg og það var gaman að hitta krakkana og fararstjórana.

Við vorum á ferð og flugi þessa tvo daga, bæði á tveim jafnfljótum og eins í hinu frábæra almenningssamgöngu kerfi Kaupmannahafnar. Gistiheimilið sem við vorum á var á Amager og strætó stoppaði fyrir utan húsið. Síðan vorum við í S-lestinni en enn á ég eftir að prófa að fara í M-lestina.

Við gerðum þetta hefðbundan; fórum á Strikið og i Tívolí og Anna dandalaðist með stelpunum úr bekknum.

Borðuðm bæði í Tivoli og eins á staðnum sem ég elska (og líklegast allir íslendingar því ítalski þjónninn sagði "frábært" þegar við vorum búnar að panta) Vesuvio á Ráðhústorginu.

Keyptum ótal boli í H&M (af hverju er ekki slík búð hér!!!) og renndar peysur í Bik Bok.

21 par af sokkum handa Gulla og illa lyktandi gamla Óla sem smakkast alveg svakalega vel.

Ég er rosalega þreytt í dag og ætla að nota daginn til að að safna kröftum. Á morgun er vinna og nú er ekkert frí meira framundan.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég hef tvisvar borðað á Vesuvio og í bæði skiptin voru fleiri Íslendingar þar, svo að það er greinilega Íslendingastaður.

Einu sinni stóð til að H&M opnaði hér alvöru búð. Af hverju það datt upp fyrir veit ég ekki. Maður lifir í voninni...

Svala Jónsdóttir, 26.8.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, ég forðast Íslendingastaði (og normal túristastaði) eins og heitan eldinn, almennt.  Sérstaklega í Köben.

H&M var hér, beint á móti Kringlunni, veit ekki hvort hann sé hættur en það var/er ekki sérlega góð búð.

Velkomnar heim, annars :)

(spennandi að vita hvort helv... Moggabloggið tekur við athugasemdinni núna)

neibb, varð að flytja mig yfir í Firefox.  Er það furða þó maður þoli ekki MoBlo? 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband