21.8.2007 | 16:28
Köben með hraði
Ég og eldri dóttirin erum að fara til Köben á morgun og verðum fram á laugardag. Ekki var þetta alveg í planinu en ástæðan er þessi:
Bekkurinn hennar Önnu er að heimsækja vinabekk (pennavini) á Sjálandi. Vegna þessa að hún Anna mín er mikið lesblind þá hefur henni ekki gengið vel með dönskuna - var reyndar ekki í dönsku í vetur - og enskan er henni talsvert enn sem lokuð bók. Anna gat farið með í ferðina með því skilyrði að ég færi með sem þýddi að hún gætui ekki búið inn á heimilum eins og hinir krakkarnir og ekki borðað inn á heimilum eins og þau hin. Ekki fannst okkur þetta spennandi kostur fyrir utan að Anna hefði verið utanveltu í samskiptum bekkjarfélaga við dönsku krakkana.
Þetta hefur verið Önnu mjög þungbært og hún hefur ásakað sjálfa sig að svona sé komið af því hún sé lesblind.
Ég hét því að ef peningur svifi af himnum í mínar hendur þá ætlaði ég að nota hann til að fara út með Önnu. Ekki kom peningurinn beint af himnum en kom samt!
Og mín hefur ljómað síðan um helgina. Við ætlum að hitta bekkinn í Köben vonandi bæði á fimmtudag og föstudag.
Ég er búin að reyna að panta á hóteli fyrir okkur í Köben en það er ekki smuga að fá gistingu. Er komin með heimagistingu en langar frekar að vera í miðborginni. Ef þið vitið um gistingu - látið mig þá endilega vita..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.