20.7.2007 | 10:38
Heimili í uppnámi!
Í gær þegar hin heilaga stund okkar mæðgna rann upp - Aðþrengdar eiginkonur í sjónvarpinu - fór allt á hvolf. Fyrst uppgötvuðum við að ekki var til neitt örbylgjupopp. Það leystist í snarhasti þegar Anna Kristín skrapp yfirum og fékk lánað popp hjá nágrönnum okkar.
Síðan byrjar þátturinn ÆÆÆÆÆÆÆÆ engin íslenskur texti - sú lesblinda skilur ekki ensku með góðu móti.
Ég greip símann, hringdi í Gulla sem var að undirbúa fótboltaþáttinn og bað hann að láta aðalstjórn vita að ekki væri texti.
Hann datt inn örskömmu seinna....og við tóku frábærar 45 mínútur með stúlkunum okkar og þeirra fjölskyldum.
Athugasemdir
Á þínu heimili er sko hlutunum reddað! :) Bara snilld.
Ég baka hér kleinur hægri vinstri til að eiga með kaffinu.... á ekkert að fara droppa í heimsókn :)
Guðmundur Kr kom í gær með sinni ektafrú, bara frábært að fá gesti.
Kveðja frá Sturluhól,
Eva
Eva Gunnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 08:54
Mikið væri gaman að heimsækja ykkur í sveitina - veit bara ekki hvort nokkuð verður af norður ferð hjá okkur í sumar. En ég er með númerið þitt og bjalla ef af verður....
Hvenær er stóri dagurinn ykkar mín kæra? Verður þetta hér eða fyrir norðan?
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 24.7.2007 kl. 09:26
Þið eruð alltaf velkomin, sumar, vetur, vor og haust :)
Stóri dagurinn er 18. ágúst n.k. - Höskuldsstaðarkirkja og Skrapatungurétt :)
Kíki á ykkur í næstu bæjarferð,
Kveðja,
Eva
Eva Gunnarsdóttir, 25.7.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.