26.6.2007 | 13:17
Þar fór vinnuherbergið!
Niðurlæingar tímabili Vogaskóla er u.þ.b. að ljúka því nú er verið að flytja lausu stofurnar af skólalóðinni.
Það eru a.m.k. 12 ár síðan fyrstu stofurnar komu á lóðina og ef ég hef talið rétt eru þær núna níu talsins. En nú er búið að byggja við skólann og verður nýja byggingin tekin í notkun í haust.
Undanfarna daga hefur verið losað um húsin og í gærkvöld fór vinnstofa kennara og í kvöld fer kennarstofan væntanlega á flug.
Ég hef í gegnum árin kallað þetta "lausar stofur" af virðingu við skólann.
Núna finnst mér allt í lagi að kalla þetta skúra.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.