23.6.2007 | 17:06
Pirrandi bók
Ég er að lesa Heimsins heimskast pabbi og hún pirrar mig alveg rosalega Ég þoli alveg að lesa um píku, tussu, klof og pung en þessi gengdarlausa fyrirlitning á allt og öllu fer í mínar fínustu taugar. Ég ætla nú samt að klára hana.
Fyrir löngu las ég 101 Reykjavík og hún fór líka svona í taugarnar á mér. En myndin er mjög skemmtileg.
Nú þarf ég að fara upp í Sólheimasafn og ná mér í bækur fyrir letilífið á ströndinni. Ég ætla að lesa og lesa og lesa þessa viku. Ég ætla ekki að kaupa nokkurn skapaðan hlut annað en mat og drykk.
Stelpurnr eiga dálítinn aur í handraðanum sem þær hafa safnað sér með því að sjá um dósir og plast hér á heimilinu. Þær geta notað hann til að kaupa sér eyrnalokka, hálsmen,varaliti og fleira sem stúlkur á þessum aldri þurfa að eiga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.