Góður dagur

Þennan dag fyrir 16 árum sveif ég bláklædd við arm föður míns inn Dómkirkjugólfið til móts við mannsefnið mitt. Hálftíma síðan var ég gift kona og hef verið síðan - sama manninum.

21. júní 1991 var bjartur og fallegur. Eftir veislu á efri hæð Oddfello hússins héldum við hjónin ásamt okkar nánustu út í Viðey og borðum þar. Þegar við komum í bátinn í Sundahöfn spurði Gunnhildur Vala bróðurdóttir mín þá tæpra fjögurra ára "hver ætlar að hræra" meinti "að róa". Dagurinn endaði síðan með þessu sama fólki á heimili okkar að Öldugötu 30a þar sem drukkið var kampavín og gjafir opnaðar.

Fórum að sumarhúsinu daginn eftir og vorum þar næstu viku.

Dæturnar komu í heiminn tveim og fjórum árum síðan og við erum dæmigerð úthverfis fjölsylda með kött.

Lífið hefur svo sannarlega verið mér gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn elskurnar!

Maja (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Til hamingju með daginn, kæra Kristín. Sjálf á ég 34 ára brúðkaupsafmæli þann 1. sept n.k. Mér er næst að halda að við séum að verða eins og síðasti Móhíkaninn, þ.e. að hafa átt sama karlinn allan þennan tíma!

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.6.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Þetta mætti nú misskilja! Ég meinti auðvitað að báðar höfum við verið giftar sitt hvorum karlinum - þú í 16 ár og ég í 34 ár! Góð kveðja.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.6.2007 kl. 12:55

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

til hamingju með daginn

Ég hef líka átt sama mann í - já, 19 ár í sumar, gift í 18 af þeim

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 16:45

5 identicon

Til hamingju með daginn :D

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:52

6 Smámynd: Guðrún Hulda

Til hamingju með gærdaginn!!!

Guðrún Hulda, 22.6.2007 kl. 09:20

7 Smámynd: Ibba Sig.

Til hamingju með brúðkaupsafmælið. Þetta er vel af sér vikið hjá ykkur hjónakornunum. Finnst þér ekki gott að vera svona úthverfamamma?

Ibba Sig., 22.6.2007 kl. 20:16

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur.

Jú IbbaSig -mér finnst alveg frábært að vera úthverfamamma. Mér finnst lífið bara verða betra og betra með hverju árinu sem líður....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband