Þjóðhátíðar meðvirkni

Ég er með messu hnút í maganum. Í útvarpinu er Marteinn minn dómorganisti að spila innspilið inní þjóðhátíðar messuna. Þetta er alltaf dalítil spennu stundu hjá kórnum mínum. Hvað skildi Marteinn þurfa að spila lengi? Hvenær verða allir komnir í sæti? Hver gefur honum merki þegar hann á að byrja? Já hún - var hún fjallkonan! Vitiði eftir hvern þetta ljóð er?

Það er gaman að syngja í þessari messu. Ég ætla að gera það á næsta ári.

Úr herbergi yngri dótturinar hljóma leikskóla lögin því Ari minn yndislegi gisti hjá okkur í nótt og er að horfa á myndband og syngur vel og mikið með.

Hann var dásamlegur í gær - snuddaði í garðinum með bolta og kisu á meðan grillað var.Borðaði vel af kjöti, pylsum og græmeti og kartöflum. Hafði orð á því að við værum að borða út...

Ég vildi að ég hefði getað eignas tug barna.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast við svona meðvirkni - tek yfirleitt út magahnútinn fyrir allt mitt fólk þegar það kemur fram. - Einhver sagði: Börn eru blessun! Tek undir það 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband