Ástaljóđ

Á borđinu hjá mér er lítiđ kver sem heitir Ástaljóđ - já ţetta er stafsett svona á kápunni. Ţetta er safn ástarljóđa og var gefiđ út 1943. Ţarna eru elstu ljóđin úr Hávamálum og yngsti höfundurinn er Steinn Steinarr fćddur 1910.

Kveriđ er merkt tengamóđur minn heitinni, Önnu Soffíu Steindórsdóttur. Hún var tvítug Reykjavíkurmćr áriđ 1943. Hún lauk Verzlunarskólaprófi og fór síđan ađ vinna hjá Rafmagnseftirlitinu ţar sem hún hitti verđandi eiginmann sinn, Pál Sigurđsson. Páll var ný komin úr námi í rafmagnsverkfrćđi ţegar ţau kynntust í kringum 1948.

Ţetta var farsćlt og gott hjónaband en sorgin gleymir egum og Páll féll frá ađeins 49 ára gamall áriđ 1966. Ţá var tengamóđir mín 43 ára og drengirnir ţeirra Páls 14 ár og 9 ára. Hún Anna mín bar aldrei sitt barr eftir missinn. Hún fór fljótlega ađ vinna hjá Domus Medica og var ţar út starfs ćfina. Ţegar ég kynnist henni 1989 var hún illa farin eftir beinţynningu en hún var lítil og rauđhćrđ og akkúrat týpan til ađ verđa ţessum sjúkdómi ađ bráđ. Hún dó 1997 og ári seinna fluttum viđ Gulli og stelpurnar í húsiđ sem ţau Páll byggđu í Vogahverfinu. Hún var mér alltaf einkar góđ og viđ vorum ágćtar vinkonur. Stelpurnar voru tveggja og fjögura ára ţegar hún dó og  sú yngri man ekki eftir ömmu sinni en nafna hennar, Anna Kristín, man hana ţar sem hún matađi hana á ísblómi á stól viđ stofugluggann sinn sem nú er  stofuglugginn okkar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband