Óþolandi innheimta

Ég gerðist áskrifandi af Krónikunni á sínum tíma - tók tilboði um 10 tölublöð. Ég fékk aldrei nema þrjú send í pósti því síðan var blaðið selt.

Inn á einkabankanum mínum er ennþá krafa um að greiða áskrfiftina. Ég er búin að tala við ritstjórann Sigríði Dögg. Hún bað mig að senda sér allt um málið og mundi síðan kippa þessu í liðinn. Það er meira en mánuður síðan og ekkert hefur gerst.

Ég sendi henni póst fyrir skömmu og þá allt í einu bað hún mig að senda póst á eitthvert innheimtufyrirtæki sem sér um þessi mál fyrir þau. Það gerði ég fyrir meira en viku og enn er þessi krafa á heimabankanum mínum og safnar á sig vanskilum og kostnaði o.fl.

Upphaflega upphæðin var svo sannarlega ekki há en rétt skal vera rétt. Ég greiði ekki fyrir 10 blöð þegar ég fékk send þrjú!

Hvað er hægt að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afskrá kröfuna bara í heimabankanum.  Er það ekki hægt í þínum heimabanka?

Maja (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Nú veit ég ekki - ég er í Landsbankanum...verð að tjekka á því

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Welcome to the club. Ég opnaði heimabanka í fyrradag og þá blasti við mér skuld hjá fyrirtæki sem ég hef aldrei átt viðskipti við. Ekki nóg með það að skuldin sem hljóðar uppá hvorki meira né minna en 70 þúsund er frá árinu 2000. Ég hef samband við fyrirtækið og þá er mér sagt að þetta sé 2ja ára gamalt fyrirtæki sem sér um raforkuvirki og staura um landið. Hvað get ég hafa keypt af þeim 5 árum áður en þeir urðu til? Spyr sá sem ekki veit. En ég klóra mér í hausnum um hver getur eytt þessari "skuld" út af heimabankanum mínum.

Guðrún Olga Clausen, 16.6.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ert þú ekki bara alltaf a virkja í þinni heimasveit?

Grínlaust - þetta er mjög spúkí....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: Guðrún Hulda

Úff....þetta er snúið. Hef svosem lent í svipuðu. Finnst alltaf jafn dónalegt þegar einhver "ryðst" inn á heimabankann.

Ég hef einu sinni boðist til að fá lögfræðing til þess að hjálpa viðkomandi fyrirtæki til að leiðrétta reikning. Og í annað skipti bauðst ég til þess að senda þeim reikning þar sem tímakaupið mitt væri svo og svo hátt og nú væru þeir búnir að hafa af mér x mikið í tíma * tímakaup = X upphæð sem þeir skulduðu mér.

Í bæði skiptin féllu greiðslur niður en ég hef reyndar alltaf haft öll samskipti bréfleiðis eða í gegnum tölvupóst til að hafa eitthvað í höndunum....ein paranoid!

Guðrún Hulda, 18.6.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband