Músaraunir

Hún Soffía okkar er góð og falleg kisa og vill okkur allt hið besta. En góðmennska hennar hefur verið einum of mikil undanfarið því hún heldru greinilega að við höfum gaman af að fá mýs inn á heimilið.

Á föstudagskvöld kom hún inn með eina pínulitla og lék sér með hana góða stund. Mér tókst þó að bjarga skinninu litla og sleppti henni lifandi út í garð.

Í gærkvöldi var síðan heljar uppákoma á heimilinu - svona rétta þegar allir voru komnir í koju.

Þá var hún komin inn með smá lítið kvikindi sem hún henti upp í loft og hafði gaman af. Ekki var þessi mús eins heppin og sú fyrri því nú dugði ekkert nema símaskráin frá 2006.

Splatter......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

....... og muna svo að flokka og skila!

Viðar Eggertsson, 13.6.2007 kl. 15:31

2 identicon

Hehehehe!  Soffía góð á því! 

Maja (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband