13.6.2007 | 12:47
Á toppnum?
Inn um bréfalúguna kom blað sem heitir Lífsstíll. Í því er forsíðuviðtal við Sólveigu Pétursdóttur þar sem hún segist hafa hætt á toppnum í pólitíkinni, þ.e. að hafa hætt sem forseti alþingis.
Jæja - þetta eru nýjar fréttir. Ég held nú að Sólveig hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að hún átti ekki sjens á að ná inn á framboðslista hjá íhaldinu.
Svo er það nú einu sinni þannig að undanfarin ár hafa þeir sem ekki hafa notið trausts til að gegna ráðherraembætti verið settir sem forsetar alþingis. Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Guðrún Helgadóttir og nú síðast Sturla Böðvarsson.
Einkennilegt að ráðherrar geti ekki orðið almennir þingmenn eftir að hafa verið ráðherrar. Er þetta svona ráðherra áskrift?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.