Sumarfrí

Fékk á tilfinninguna í gær að dagurinn í dag yrði svona fallegur og frábær og ákvað að taka sumarfrí einn dag.

Anna Kristín er farin í vinnuna (vinnuskólann) og Bryndís og vinkonur farnar í Nauthólsvík. Fóru með hjólin og ætla að fara bæði í strætó og á hjólum. Frábært að geta tekið hjól með í strætó.

Mig langar rosalega í sumarfrí! En verð að bíða í tvær vikur enn.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Rosa finnst mér þú klár að taka einn sumarfrísdag þegar besta veðrið er. Ég gerði það nefnilega líka og er núna búin að sleikja sólina í allan dag auk þess að olíubera garðhúsgögnin. Og nú ætla ég að grilla eitthvað gott. 

Vona að þú hafir átt jafngóðan dag og ég.  

Ibba Sig., 12.6.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Eva Gunnarsdóttir

Er ekki á döfinni að heimsækja Sturluhól? Kleinur í frystinum og fleira sem tilheyrir góðu sveitaheimili. Geri bara ráð fyrir ykkur á leið ykkar um landið :)

Kveðja,

Eva og Gunnar Snorri

Eva Gunnarsdóttir, 13.6.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband