7.6.2007 | 12:14
Krabbameinsrannsóknir
Hún Gunnhildur vinkona mín og kórsystir úr Hamrahlíðinni greindist með krabbamein fyrir níu árum.
Gunnhildur er ekki laus við krabbameinið en síðan hún greindist hefur hún t.d. varið doktorsritgerð sína við HÍ og hún er lektor við KHÍ.
Nú er hún að fara í göngu í haust í New York til að safna peningum sem renna óskiptir til krabbameinsrannsókna. Með henni verður Ragnhildur dóttir hennar sem er tuttugu og eins árs og um 20 vinkonur. Gengið verður í tvo sólarhringa, vegalengdin er eitt og hálft maraþon.
Þetta er frábært framtak hjá þeim mæðgum og vinkonum og hér eru linkar á síðurnar þeirra:
Gunnhildur:
http://info.avonfoundation.org/site/TR?pg=personal&fr_id=1285&px=3398041
Ragnhildur
http://info.avonfoundation.org/site/TR?pg=personal&fr_id=1285&px=3405539
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.