Sunnudagsmorgun

Ég hlusta á félaga mína í Dómkórnum syngja við messu í Domkirkjunni, ég er búin að skipta á kúkableyju. Bryndís mín gerir verkefni um Snorra Sturluson.´

Hér var gaman í gær. Við buðum litlu fjölskyldunni af Tómasarhaganum í kvöldmat og buðum jafnframt upp á gistingu fyrir Ara. Það var mikið fjör hér og dásamleg súpa-  þó ég segi sjálf frá. Ég skal setja hana fljótlega á netið og mæli með henni. Hvítt, rautt, bjór, koníak og mikið hlegið.

Ari minn er svo tillitsamur þegar hann gistir hér því hann sefur frameftir. Hann vaknaði t.d. ekki fyrr en klukkan 10:30. Svona eiga börn að vera.

Það voru tvær veislur á föstudag. Bróðirdóttir mín dásamleg Gunnhildur Vala útskrifaðist úr MR. Falleg og góð stúlka. Fín veisla hjá mömmu hennar og stjúpa.

Ragna Halldórsdóttir hélt upp á 40 ára afmælið sitt með pomp og prakt. Þar var líka stuð.

Nú stefnum við á Grímsnesið með ýmislegt dót fyrir bústaðinn. Hann fer í leigu á föstudag. Svo eru 3 vikur í vinnu áður en haldið verður á Spánarströnd.....jibbý

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband