Fyndið - eða þannig

Ég heyrði í Hannesi Hólmsteini í gær mæra Ingibjörgu Sólrunu. Hann hefur hingað til ekki vandað þessari mætu konu kveðjurnar en nú er hún rosalega góð, klár, mild,skynsöm og virkilega góður samstarfsmaður.

Þetta er aumkunarvert. Ég hef nú sjaldnast verið sammála Hannesi Hólmsteini, en ég hef ekki haldið hann vitlausan fyrr en nú. Nú er allt í lagi með Sollu af því að flokkurinn er að fara í samstarf við hana.

Ingibjörg Sólrún er frábærlega frambærileg manneskja og ég verð mikið mikið mikið fegin þegar hún verður orðin ráðherra.

Húrra fyrir Sollu!!!!!! Ekki spillir fyrir að hún er alin upp í hverfinu og lék sér hér í Litlu götu......Húrra fyrir Vogahverfinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sá þetta líka og hváði eins og þú ;)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband