18.5.2007 | 12:03
San Fransisco balletinn
Ég fór á sýningu í gær og hún var hreint út sagt stórfengleg. Þvílíkir dansara og þvílík fegurð. Áhorfendur tóku andköf. Ég var upprifin og óðamála þegar heim kom. Ég held að það sé allt uppselt en ef ekki þá reynið endilega að fá ykkur miða. Það verður engin svikin af þessari sýningu.
Uppáhalds dansarinn minn var kínverska stúlkan Yuan Yuan Tan. Alveg sérlega þokkafull og eins og svanur.
http://www.youtube.com/watch?v=QEKJdMvtR1U
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.