12.5.2007 | 17:13
Kjördagur og júró
Fallegur dagur. Ég er upp á RÚV og bíð eftir að útsending byrji frá Helsinki.
Ég sá loka æfinguna í morgun og þetta er flott show. Ekki hægt að neita því. En verulega leiðinlegt að við verðum ekki með í úrslitakeppninni.
Við fórum mæðgurnar í bæinn í gær og sáum risessuna - þvílík stærð og fullt af fólki. Mamma bauð okkur á Mokka á eftir og mikið var gaman að koma þangað aftur. Kakóið og vafflan á sínum stað. Það var gaman að útskýra það fyrir barninu að þessi staður hefði ekkert breyst í meira en 50 ár. ÉG ætla bráðum aftur á Mokka
Athugasemdir
Líði þér sem best í júrafaðmi í kvöld....
Áfram Serbía!
(eða má ekki halda með austur- evrópsku landi?)
Viðar Eggertsson, 12.5.2007 kl. 17:19
Æ - nú fæ ég nostalgíukast - Fór í hverri viku á Mokka hér í den og fékk mér kaffi latte og samloku með osti, skinku og aspas. Svo fékk maður sem bónus heimspekilegar samræður við aðra fastagesti og svo málverkasýningar með málverkum eftir dásemdar karaktera eins og Stefán frá Möðrudal og fleiri sem settu svip sinn á mannlífið á þessum tíma.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 03:09
Aldrei komið á Mokka...verð að prófa það.
Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.