Alls ekki frétt

Það er þessi frétt stöðvar tvö að Steingrímur J. vilji fjölga bruggverksmiðjum. Þeir sýndu Steingrím í Kastljósi sjónvarpsins. Þar tekur Steingrímur bruggverksmiðjuna í Eyjafirði sem dæmi um atvinnutækifæri. Nefnir ekki einu orði að hann vilji fjölga bruggverksmiðjum.

Svo sögðu þeir að þetta væri skrýtin afstaða hjá Steingrími þar sem hann vildi 1988 ekki leyfa sölu bjórs.  Halló - það eru nær 20 ár síðan greitt var atkvæði um málið á Alþingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

hann er núkannski bara eldri og þroskaðri..

Púkinn, 6.5.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já akkúrat-  hann hlýtur að hafa leyfi til að skipta um skoðun á 20 árum..

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.5.2007 kl. 16:15

3 identicon

Hjartanlega sammála þér Kristín. Mér finnst svona upprifjanir á 20 ára skoðunum alltaf hálfhallærisleg og ótrúverðug leið til að gera menn og konur ótrúverðug. Stöð 2 dettur að mér finnst oftar en aðrir fjölmiðlar í þennan fúla pytt.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:29

4 identicon

Það þarf alltaf að grafa þetta upp, eins og ég sagði við kunningja minn: ef þetta er það eina sem þú hefur á móti manninum, er það nú ekki mikið eða merkilegt.

hildigunnur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 08:53

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Málefnaleg umræða íslenskra stjórnmála í hnotskurn

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.5.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Er ekki verið að huga að því að mála fálkann grænan - menn skipta nú um skoðun og lit

Pálmi Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Ár & síð

Mikið óttalega hlýtur sá maður að vera forstokkaður þvergirðingur sem aldrei skiptir um skoðun á ævinni.

Ár & síð, 7.5.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband