Framsóknarflokkurinn

Það var hér um árið að pabbi minn heitin sagði sig úr framsókarflokknum og þjóðkirkjunni í sömu vikunni. Eftir það kaus pabbi kvennalistann mér og fleirum til mikillar gleði.

Eftir að pabbi hætti að kjósa framsókn hef ég aldrei ALDREI hitt neina manneskju sem kýs framsókn, eða viðkurkennir að gera svo.

Samt koma þeir alltaf manni/mönnum að. Það er kannski þessvegna sem þeir eru svona pollrólegir fyrir þessar kosningar - ekki er hægt að segja að skoðanakannanir séu þeim vinsamlegar.

Það er ótrúlega mikið af framóknar mönnum sem þora ekki að viðurkenna ást sína á bændaflokknum forna. Þetta fólk exar svo við B í laumi í kjörklefanum. Af hverju ekki að koma hreint til dyra og viðkurkenna skoðun sína?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er hagsmunaflokkur örfára einstaklinga.  Nógu margra samt til að laumast til að setja X við B þegar í kjörklefann er komið.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Sæl Kristín! Vertu velkominn hingað norður í Þingeyjarsýslu, ég skal kynna þig fyrir fullt af góðu framsóknarfólki af öllum aldri og af báðum kynjum.  Ég er viss um að það kæmi þér verulega á óvart hvað við framsóknarmenn erum bara venjulegir eins og annað fólk. Það sem einkennir framsóknarfólk er hversu það er samvisk- og vinnusamt fólk sem er mjög umhugað um velferð þeirra samfélaga sem þeir búa í. Framsóknarmenn eru ekkert hrópandi á torgum í tíma og ótíma um sín verk, eins og margir aðrir gera. Við látum verkin tala, og um leið og eitt verkefni er búið tökum við til við það næsta.

Það gæti þó alldrei verið að hann karl faðir þinn væri einn af þeim sem setja x við B á kjördag???

Gunnlaugur Stefánsson, 29.4.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hann karl faðir minn er ekki meðal vor lengur!  Hefði orðið 90 ára í mars s.l.

Nei - hann var löngu hættur að kjósa framsókn. Hann var svona dæmigerður framsóknar maður - Samvinnuskóla genginn og Sigfirðingur. Hann dáði fáa menn meira en Jónas frá Hriflu og átti við hann löng og mikil samtöl gæði meðan Jónas var hérna megin og ekki síður þegar hann beið eftir að mamma væri búin í vinnunni í Stjórnarráðinu - þá spjallaði hann við brjóstmyndina af Jónasi sem þar stóð. Svo sat hann í ótal nefndum og ráðum fyrir flokkinn. En ég er glöð að hann var ekki flokksbundinn þegar hann fór yfir í sælu straffið

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband