Pestir en ekki plágur

Nú er það hin yngir sem er lasin. Ég tók fimmtudaginn í veikindi og eldri stelpan síðustu helgi. En þetta rjátlast af okkur

Ari minn svaf vel í nótt og vaknaði ekki fyrr en klukkan var að verða hálf ellefu. Nú dansar hann um stofuna og syngur Sól, sól skín á mig. Hann er með fullt af tuskudýrum sem hann dansar við.

Í kvöld býður mágur til máltíðar í tilefni af afmæli. Nautalund og gúmmulaði.

Gulli farin upp í sjónvarp. Kjördæma þáttur á eftir.

Ég ætla að skella í tvö spelt brauð á eftir. Það er ferming hjá nágrönnum okkar á morgun og ég bauðst til að baka brauð. Bara gaman

En fyrst ætla ég að syngja hjá vinstri grænum. Nokkur sæt lög


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Speltbrauð og Vinstri græn, það er uppskrift að mínu skapi!
Matthías

Ár & síð, 29.4.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband