28.4.2007 | 13:01
Pestir en ekki plágur
Nú er það hin yngir sem er lasin. Ég tók fimmtudaginn í veikindi og eldri stelpan síðustu helgi. En þetta rjátlast af okkur
Ari minn svaf vel í nótt og vaknaði ekki fyrr en klukkan var að verða hálf ellefu. Nú dansar hann um stofuna og syngur Sól, sól skín á mig. Hann er með fullt af tuskudýrum sem hann dansar við.
Í kvöld býður mágur til máltíðar í tilefni af afmæli. Nautalund og gúmmulaði.
Gulli farin upp í sjónvarp. Kjördæma þáttur á eftir.
Ég ætla að skella í tvö spelt brauð á eftir. Það er ferming hjá nágrönnum okkar á morgun og ég bauðst til að baka brauð. Bara gaman
En fyrst ætla ég að syngja hjá vinstri grænum. Nokkur sæt lög
Athugasemdir
Speltbrauð og Vinstri græn, það er uppskrift að mínu skapi!
Matthías
Ár & síð, 29.4.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.