18.4.2007 | 12:06
Frítt í strætó - eða þannig
Mikið er ég spæld að börn skuli ekki vera "námsmenn" hjá meirihlutanum í Reykjavík. Ég þori að veðja að ef börn fengju frítt í strætó þá gætum við alið upp strætónotkendur framtíðarinnar. Ég held að það þýði lítið að segja krökkum 16 - 18 ára að fara að nota strætó ef þau hafa ekki vanist á það áður.
Svo er það þetta með skutlið. Ég hef undanfarin ár verið sækja,skutla, senda mamma og er búin að fá nóg. Ætli að þetta skutl yrði ekki minna ef krakkar fengju frítt í strætó og strætóar fylltust af krökkum á leið í tómstundir. Það er ekki hættulegt að fara með strætó - það er gaman. Þetta voru allavega hálfgerðar félagsmiðstöðvar þegar ég var barn og unglingur í vesturbæ Kópavogs. Þaðan fóru fullir strætóar á hverju kvöldi "í bæinn" og heim aftur svona um 23:00. Maður sá margan sætan strákinn í strætó - já já og lenti á sjens og allt. Það var allavega mikill spenningur að sjá hver væri í vagninum. Og svo tíndumst við vinkonurnar inn í vagninn hver á sinni stoppustöð.
Ekki man ég eftir að okkur væri skutlað í bæinn eða sótt eftir bíó
Athugasemdir
haaa, gildir þetta ekki um börn? Grrrr! Ekki það, það má nú alveg venja þau á strætó þó það sé ekki ókeypis.
Mínar fara sjálfar í kór en ég sæki þær eftir æfingu. Fífa sér líka um sig sjálf í tónlistarskólann og hefur gert talsvert lengi. En ég sendi nú ekki Freyju með sellóið í strætó, ekki enn. Finnur náttúrlega fulllítill ennþá.

Jú, maður fór þetta svo sem allt saman sjálfur, en Reykjavík var samt aðeins önnur þá. Ég myndi ekki vilja að stelpurnar mínar færu úr vagni á Hverfisgötu og löbbuðu einar heim, yfir Laugaveginn, klukkan 11 um kvöld. Ekki lengur. Því miður.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.4.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.