13.4.2007 | 07:58
Framsæti/aftursæti
Í vinnu minni fæ ég oft hringingar þar sem spurt er um hversu há börn þurfi að vera til að mega sitja í framsæti þar sem fyrir er virkur öryggispúði. Svar mitt er að lögin segi að barn þurfi að vera 150 cm á hæð. Það er lágmarkshæð.
Hjá mér hef ég það sem reglu að engin sem ekki hefur náð 12 ára aldri má sitja fyrir framan öryggispúða. Eldri dóttirin fékk fyrst að sitja í framsæti á 12 ára afmælisdaginn sinn þó svo að hún væri löngu búin að ná 150 cm. Nú er sú yngir orðin 166 cm og er enn í aftursæti enda verður hún ekki 12 ára fyrr en í ágúst. Spenningurinn í henni að sitja framí er líka lítill. Hann var dálítill þegar systir hennar fékk fyrst að sitja framí en nú skiptir þetta ekki miklu máli. Hún verður sjálfsagt glöð þegar að því kemur - en þetta er ekkert stórmál.
Svo fáum við líka spurningar hvort ekki megi setja púða undir börn svo þau hækki. Svarið er nei. Börn hafa ekki þann styrk sem til þarf til að taka á móti öryggispúða sem kemur á 300km hraða í fangið á þeim. Og það þarf ekki nema stuð á 30km hraða svo púðinn verði virkur.
Þá fáum við spurningar um hvað með lítið fólk. Það eru dæmi um að smávaxið fólk hafi marist við öryggispúðann en það hefur þó náð þeim styrk sem þarf til að taka á móti púðanum.
Svo er það útbreyddur misskilningur hjá sumum að börn kafni undan púðanum. Svo er ekki því púðinn fellur strax saman.
Svo má ekki gleyma því að púðinn virkar aðeins rétt ef öryggisbelti eru notuð.
Athugasemdir
Orð í tíma töluð.Best að hafa börnin aftur í bílnum svo lengi sem kostur er.
Guðrún Olga Clausen, 15.4.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.