9.4.2007 | 12:38
Helgin - alveg að verða búin.
Þetta hefur verið frábær helgi. Við komum heim í gær eftir að hafa verið í bústað síðan á fimmtudag. Þar var etið, drukkið, lesið, spjallað, flissað, eldað. Allt saman nauðsynlegt í önn dagsins. Það var einhver gestagangur - en allt dásamlegt. Það er af sem áður var þegar sumarbústaðar húsmæður stóðu og steiktu vöfflur og pönnukökur fyrir þá sem fóru í sunnudagsbíltúra út fyrir bæinn.
Við borðuðum kjöt þrjá daga í röð og er það að ég tel persónulegt met. Enda var gott í gær að skella ólífum og hvítlauk í matvinnsluvélina, sjóða pasta og rífa nýjan parmesan. Nammi nammi namm.
Ofan í kjötneysluna kom all hrikalegt pásaeggja át í gær. Þessi ofneysla varð til þess að hér á heimilinu var gefin út storm viðvöun og mengun var yfir hættu mörkum. Þetta er þó allt að ganga niður. Eða þannig.
Í kvöld ætla ég á Björk í Höllinni og hlakka mikið til. Ég sá Björk síðast 1994. Ég ætla að vera upp við sviðið og láta öllum illum látum Enda komin á 50. aldursárið og ekki seinna vænna að sletta ærlega úr klaufunum......
Athugasemdir
góða skemmtun, og vinkaðu til Wonder Bras(s) stelpnanna fyrir mig (flestar núverandi eða fyrrverandi nemendur mínir)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.4.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.