3.4.2007 | 07:48
Flökkusögur af fermingum
Árlega heyrir maður sögur af einhverju sérkennilegu varðandi fermingar. Í ár eins og í fyrra heyrir maður að stúlkur fari í brúnkumeðferð, strípur og fái neglur fyrir daginn stóra. Ég sá að ein sem fermdist með minni var að sýna nýjar neglur.
Anna mín segir að þær hafi um fátt annað rætt síðustu dagana í skólanum en daginn mikla. Aldrei heyrði ég hana minnast á einhverjar sérstakar snyrtistofu ferðir stelpanna.
Svo heyrði ég í gær að sumir tækju fram á boðskorti að ekki væri tekið við gjöfum undir 15000 krónum. Ef fólk ætlaði að gefa minna þá væri óskað eftir seðlum.
Getur verið að það sé eitthvað hæft í þessu?
Athugasemdir
Það getur ekki verið! Trúi ekki að til sé svona klikkað fólk! Slíkir foreldrar æsa þá upp í börnum sínum heimtufrekju og rugl!
Eitt árið þegar sonur minn fussaði og sveiaði yfir jólagjöfunum sínum (átta ára) benti ég honum á að enginn væri skyldugur að gefa honum gjafir, við skyldum bara fara og skila þeim eftir jólin. Eftir þetta kvartaði hann aldrei þótt hann fengi ... lúffur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 11:35
Til hamingju Kristín Björg með fermingu dótturinnar! Það er naumast hvað tíminn flýgur. Koss og knús til ykkar Gulla, frá "gamalli" samstarfskonu .
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.4.2007 kl. 12:02
Ég segi eins og Gurrí að ég trúi því varla að einhver sé svo ótrúlega plebbalegur að setja svona skilaboð í boðskortin. Alla vega myndi ég hugsa mig tvisvar um hvort ég ætti yfir höfuð að mæta, ef ég fengi svona dónalegt boð í fermingu!
Svala Jónsdóttir, 4.4.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.