Nýja rúmið

Nú nálgast ferming barnsins óðfluga eins og óð fluga. Hún er búin að fá gjöfina frá okkur foreldrum. Nýtt, stórt og æðislegt rúm. Þetta er fyrsta rúmið sem keypt er nýtt handa henni. Fyrst var hún í rimlarúminu sem pabbi hennar og föðurbróðir voru í. Síðan var hún í rúmi sem við keyptum í Góða hirðinum. Það hét reyndar ekki Góði hirðirinn þá, heldur var á vegum Rauða krossins í smá skonsu rétt fyrir innan sjónvarpið á Laugaveginum. Næst keyptum við notaðar kojur fyrir þær systur  (sú yngri notar annað rúmið enn) og í fyrra fór hún á grjótharða mjóa svamp dýnu. Þannig að það var mjög gaman að kaupa 140cm rúm handa henni.

Ekki hlæja - en við pabbi hennar byrjuðum okkar búskap í jafn breiðu rúmi! Þeir sem þekkja okkur hlæja kannski - en þetta var fyrir mörgum, mörgum kílóum.  Og notuðum það alveg þar til sú eldri fæddist. Þarna lá ég eins og ógnar stór hvalur í litlu rúmi. Æi þetta var notalegt og gott.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband