30.3.2007 | 13:11
Bull og vitleysa
Ég og hún móðir mín höfum hlegið yfir því tvo sunnudags eftirmiðdaga að hún hefur látið blekkjast af Tvíhöfða. Þá hefur hún kveikt á rás 2 milli klukkan 14:00 og 15:00 og hlustað á einhvern furðufuglinn ausa úr skálum visku sinnar. Þar hefur að sjálfsögðu Jón Gnarr verið á ferð í hlutverki kverúlants. En svo fundum við skýringuna - hún hlustar talsvert á Útvarp Sögu þar sem hver rugludallurinn á eftir öðrum hringir inn.
Þeir félagarnir Jóhann Hauksson og Sigurður G. Tómasson eru afbragðs útvarpsmenn.
En þegar innhringar byrja er mér allri lokið og hreinlega get ekki hlustað. Er ekki allt í lagi heima hjá fólki! Er einhver að hlusta þarna úti?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.