Helgin framundan

Það er partý í kvöld hjá RDK klúbbnum. Mig langar að fara en ég á rosalega erfitt að koma mér út úr húsi á föstudagskvöldum. Þetta eru greinileg ellimerki.....En hvað er betra en fá sér rauðvín eða bjór, hringa sig í sófanum og horfa á Gettu betur í vikulokin?

Á morgun förum við hjón í jarðarför í Skálholt. Þaðan verður Sveinn Skúlason í Bræðratungu kvaddur. Hann og tengdamóðir mín heitin voru systkynabörn og Gulli var í sveit hjá honum og Sigríði. Sveinn var skemmtilegur og glaðlegur maður. Ekki hitti ég hann oft en hann hafði afskapleg hlýja nærveru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Hvað er RDK? Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem ég rekst á þessa skammstöfun og er orðin forvitin.

Ibba Sig., 26.3.2007 kl. 13:53

2 identicon

Nýtt blogg hefur verið stofnað. Vertu velkomin á nýja heimilið :-) tonskald.wordpress.com

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:10

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ohh, mig langaði svoooo í rdk partíið en það var löngu ákveðið matarboð á föstudeginum. Reyndi að koma síðast en fann ekki rétta húsið...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég segi það sama og Ibba. Hvað er RDK? RaDiKal? Rauðvíns drykkju konur? Rauðhærð og dökkhærð kvendi? Reiðar dagskrárgerðar konur?

Inquiring minds want to know!

Svala Jónsdóttir, 1.4.2007 kl. 15:32

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hildigunnur - við förum daman í næsta RDK partý og Svala og IbbaSig koma með.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.4.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband