23.3.2007 | 16:09
Helgin framundan
Það er partý í kvöld hjá RDK klúbbnum. Mig langar að fara en ég á rosalega erfitt að koma mér út úr húsi á föstudagskvöldum. Þetta eru greinileg ellimerki.....En hvað er betra en fá sér rauðvín eða bjór, hringa sig í sófanum og horfa á Gettu betur í vikulokin?
Á morgun förum við hjón í jarðarför í Skálholt. Þaðan verður Sveinn Skúlason í Bræðratungu kvaddur. Hann og tengdamóðir mín heitin voru systkynabörn og Gulli var í sveit hjá honum og Sigríði. Sveinn var skemmtilegur og glaðlegur maður. Ekki hitti ég hann oft en hann hafði afskapleg hlýja nærveru.
Athugasemdir
Hvað er RDK? Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem ég rekst á þessa skammstöfun og er orðin forvitin.
Ibba Sig., 26.3.2007 kl. 13:53
Nýtt blogg hefur verið stofnað. Vertu velkomin á nýja heimilið :-) tonskald.wordpress.com
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:10
ohh, mig langaði svoooo í rdk partíið en það var löngu ákveðið matarboð á föstudeginum. Reyndi að koma síðast en fann ekki rétta húsið...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 19:48
Ég segi það sama og Ibba. Hvað er RDK? RaDiKal? Rauðvíns drykkju konur? Rauðhærð og dökkhærð kvendi? Reiðar dagskrárgerðar konur?
Inquiring minds want to know!
Svala Jónsdóttir, 1.4.2007 kl. 15:32
Hildigunnur - við förum daman í næsta RDK partý og Svala og IbbaSig koma með.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.4.2007 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.