Fyndin uppákoma

Stór krummi upp í háu tré. Situr svona 10 metra fyrir ofan jörðu. Köttur upp á bílþaki mænir löngunar augum á krumma. Krummi dritar á köttinn. Kötturinn líður þetta ekki og klifrar upp í tréð. Krummi hreyfir sig ekki - veit sem er að hann hefur yfirhöndina. Miðja leið upp tréð verður kisa hræddu og þorir hvorki upp né niður. Fastu köttur í miðju tré. Krummi sem getur flogið í burtu þegar honum sýnist.

Kattareigandinn ég út á tröppur og talar köttinn niður úr trénu. Krummi situr rólegur og fylgist með. Kisa vælir úr hræðslu þegar hún fikrar sig ofur hægt niður grein af grein. Þegar kisa er komin niður á fasta landið flýgur krummi í burtu. Frelsinu fegin kemur kisa mjálmandi upp tröppurnar til matmóður sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband