Um óléttur fyrr og nú

Ein af sjónvarpsþulunum er greinilega barnshafandi og sér maður kúluna stækka og mömmuna verðandi verða æ blómlegri. Ljómandi snotur sjón.

Þegar móðir mín gekk með eldri bróður minn þá bjuggu foreldrar mínir í Lundúnum og mamma vann í íslenska sendiráðinu þar í borg. Eitt af hennar störfum var að fara til dyra þegar dyrabjallan hringdi. Þegar mamma tók að stækka og auðséð var orðið að hún var kona eigi einsömul var henni góðlátlega tilkynnt að hún þyrfti ekki að fara til dyra meir. Svona var þetta - ekki æskilegt að konur sæjust og mikið á meðgöngunni hvað þá að opna dyr í sendiráði.

Það skal tekið fram að þetta var árið 1954


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband