Dagurinn minn í gær

Þetta var góður dagur. Ég fékk ótal koss og knús og hamingjuóskir í vinnunni. Þegar ég kom heim úr búðarferð eftir vinnu voru dætur mínar búnar að baka handa mér súkkulaði köku og skreyta og búnar að leggja á kaffiborð. Mamma var líka mætt með afmælis kringlu úr bakaríi. Þegar kaffinu lauk tók ég mig til og bakaði tvö spelt brauð, annað með ólífum og hitt með sólþurkuðum tómötum. Síðan gerði ég ostaköku. Þetta á samt ostum og pestói tók ég með í vinnu í morgun og trakteraði samstarfsmenn mína á. Hér skiptumst við á að koma með gott með kaffinu á föstudadögum og nú var röðin komin að mér. Það var rosalega gaman í föstudagskaffinu nú áðan og mikið hlegið.

En áfram með gærdaginn - Gulli minn hafði farið í ostabúðina og keypt, enskan cheddar, hinn danska gamla óla og franskt brie. Einnig keypti hann algjört lostæti - grafna ær lund og pate. Þetta ásamt góðu brauði og ávöxtum höfðum við í mat í gær og skáluðum í freyðivíni og hvítvíni.

Getur lífið verið betra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband