8.3.2007 | 06:53
Liðið er hátt á aðra öld....
Ekki kannski alveg en það er liðið mjög vel á hálfa öld hjá þeirri er þetta skrifar því á þessum degi árið 1958 fæddist lítil snót þeim hjónum Kristínu Pálsdóttur frá Hnífsdal og Þorsteini Hannessyni frá Siglufirði. Fyrir á heimilinu var Páll þá þriggja ára sem starfar nú sem almannatengill og þrem árum eftir að ég kom í heiminn fæddist Hannes sem starfar sem skrifstofustjóri hjá stéttarfélagi hér í bæ.
Ólumst við systkinin upp rétt undir vegg Kópavogskirkju í Hófgerði númer 26. Þá var nú stuð því Kópavogurinn var svaka mikill barnabær á þessum tíma.
En nú er æskan liðin og miðaldurinn líður hratt, hratt. Og það verður víst ekki aftur snúið þegar litli bróður manns - já litli bróður er að verða fjörutíu og sex ára. Þá er nú fokið í flest skjól.
Ekki hygg ég á veisluhöld enda sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Ég reikna þó með að fá gott að borða og hugsanlega rauðvinsglas eða tvö.......
Athugasemdir
Mig langar að minna þig á að Madonna er fædd 16. ágúst 1958 og Michael Jackson er líka fæddur sama ár ... en 29. ágúst! Bara benda þér á það áður en þú kaupir þér göngugrindina!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 09:13
Innilega til hamingju með daginn, elsku Kristín Björg mín
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 09:41
Til hamingju með afmælið Krístín.
Krúttrassinn verður 34 ára á þessu ári.
Pældu í því
Kolbeinn Marteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:24
Já krúttrassar eldast víst líka! Ég sé þig nú samt fyrir mér á teppi í garðinum á Hófgerði 26 sumarið 1974 hálfs árs gamlan. Glampandi sól og þú á bossanum með mér og Dinnu. Þú ert jafn sætur nú og þá....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.3.2007 kl. 11:28
Til hamingju með afmælið elsku Kristín mín :)
Bestu kveðjur frá Sturluhóli
Eva Gunnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 11:44
Til hamingju Kristín mín!
Kom fyll þitt glas, lát velta á vorsins eld, þinn vetrarsnjáða yfirbótafeld! Sjá tíminn það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máke úr augsýn þér í kveld, segir Magnús Ásgeirsson í snilldarþýðingu sinni á Rubayat eftir Kayam.
Sigurður G. Tómasson, 8.3.2007 kl. 13:30
Til hamingju með daginn þinn kæra vinkona og meigi hann vera þér till happs og ?(mig langar að segja eitthvað dónalegt en kann ekki við það svona á netinu) kær kveðja Ragga Thorst
Ragnheiður Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 16:25
Til hamingju með afmælið :)
Kveðja Auður L
auður (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:44
Takk elskurnar mínar fyrir hlýjar og fallegar kveðjur....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.3.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.