4.3.2007 | 14:10
Af vöktum!!!
Þó undur og stórmerki gerast um þessa helgi að Gulli minn fer út af vöktum hjá RÚV og vinnur næstu tvo mánuði frá 9 - 5. Já og örugglega oft lengur og oft um helgar - en ekki á vöktum. Í þau 18 ár sem við höfum verið saman hefur hann unnið vaktavinnu. Þetta er stundum hundleiðinlegt en hefur líka sína kosti. Þegar stelpurnar voru litlar og ég heim með þær skipti engu hvað dagarnir hétu því við höfðum okkar helgar þegar okkur hentaði. Svo þegar stelpurnar fóru í skóla var pabbinn oft heima á virkum dögum þegar þær komu heim. Það var notalegt. Nú vinn ég gjarnan lengur þegar hann á frí á virkum dögum en fer fyrr og er fyrr búin á þeim dögum þegar hann er í vinnu. En það verður óneitanlega gaman að fá hann heim upp úr fimm og að hann sé meira heima um helgar. Hann fer í frí frá íþróttadeildinni og fer í að undirbúa kosningasjónvarpið og verður þar pródúsent þannig að það má búast við miklu fjöri þegar kosningar nálgast. Svo verð ég að vinna við júróvisjón og þar eru keppnisdagar 10. og 12. maí.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.