Af úrgangangsefnum

Við hjón sátum í rólegheitum og bulluðum einn daginn - dáldið sem við höfum gaman af og hlæjum af vitleysunni hjá í okkur. Eitthvað fannst eldri dótturinni við vera komin út á hálan ís og sagði með þjósti "að hún þyldi ekki svona úrgangsefnis brandara"

Þau eru hrikalega viðkvæm á þessum aldri og móðgast yfir hinu minnsta. Einu sinni bað þessi sama dóttir okkur að segja "barnið vex en nærfötin ekki" í stað brókar. Og hér verður að tala um salerni en ekki klósett. Vonandi rjátlast þetta af henni því þetta er eitthvað svo stíft og meðvitað líf...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Já, það sannast hér sem víðar að það skiptir máli hver segir hvað við hvern og hvar

Ár & síð, 3.3.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband