28.2.2007 | 14:27
Góðu börnin gera það
Þegar á lá á meðgöngudeild lansans fyrir nær 14 árum lá við hlið mér kona sem gekk með sitt fjórða barn. Á meðal barna hennar var stelpa sem var með Downs syndrom. Við ræddum þessi mál heilmikið og meðal annars kom hún með þessa líkingu:
Þú ert búin að kaupa þér far til London en lendir svo allt í einu í Amsterdam. Þú varst bún að lesa þér mikið til um London og vissir nákvæmlega hvernig ferið yrði. Þegar til Amsterdam er komið þarft þú allt í einu að breyta öllum plönum og læra og stúdera allt um nýju borgina. Ferðalagið um hana reynist síðan vera mjög spennandi og ekki er ferðin síðri en ferðin sem þú hafðir planað um London.
Mér verður oft hugsað til þessarar sögu. Sérstaklega þegar ég heyri og les viðtöl við foreldra barna/unglinga sem leiðst hafa út í eiturlyf og afbrot. Það er nefnilega svo margt sem getur gerst á einni ævi og mikið held ég að það sé hræðilega mikið áfall og sorg að sjá á eftir barni sínu út í líf neyslu og afbrota.
Athugasemdir
Ég er ein af þeim íslensku konum sem vildu gjarna fæða "heima" en þá var búið að breyta lögunum og maður átti að hafa búið 6 mánuði á Íslandi til að fá "heilbrigðiskerfishjálp" OK ég skil það vel Íslenskar konur vilja fæða á Íslandi...eins og fuglarnir og laxar...en þegar ég kom heimmeð hvítvoðunginn, var hann ekki tryggður i 6 mánuði!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.2.2007 kl. 19:31
Sæl og blessuð. Flott hjá þér að rifja upp þessa myndlíkingu því hún segir svo margt um hvað foreldrar barna með örðugleika af einhverju tagi þurfa að glíma við. Stærsti vandinn er hins vegar oft sá að afar og ömmur og annað fólk lifir lífinu líka eftir öðru borgarkorti og neitar að skilja þær götur sem þessi börn þurfa að feta.
Ár & síð, 28.2.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.