Heimabíó

Í þessum slappleika mínum hef ég horft á tvær myndir. Í gær horfðum við mæðgur á Titanic, ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki í síðasta. Ég hef rosalega gaman af myndinni þeirri. Af allt öðrum toga var hin myndin því Gulli keypti The Departed í gær. Hún er rosalega góð og fer í hillu með þeim myndum sem ég á eftir að horfa aftur á. Þetta eru frábærir leikarar og Jack Nicolson sýnir enn og sannar að hann er fyrsta flokks. As good as it gets og About Schmitd eru ótrúlegar myndir líka. Hvað ætli kappinn sé gamall?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er fæddur 22.04.1937 á Manhattan.  Hefurðu ekki séð Something´s gotta give, mjög góð og skemmtileg.  Láttu þér batna, Kv. Systa.

Þuríður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Eva Gunnarsdóttir

Kallinn er bara flottur :) Reyndar brá mér nú þegar ég sá hann á Óskarsverðlaunaafhendingunni (skrapp til L.A.) - orðinn sköllóttur. En ekki missir hann sjarmann :)

Láttu þér nú batna og vertu nú við næst þegar við mæðginin kíkjum á ykkur. GS var mjög svekktur þegar við kíktum í síðustu viku og Kristín ekki við. Ekki var móðirin síður svekkt. 

Eva Gunnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Ibba Sig.

Ég hlakka til að sjá Departed. Annars er As good as it gets ein af mínum uppáhalds, er búin að horfa á hana mörgum sinnum. 

Farðu vel með þig. 

Ibba Sig., 28.2.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband