23.2.2007 | 16:35
Ferming 2007
Eldri dóttir okkar hjóna fermist 1. apríl og mikið rosalega er gaman að undirbúa fermingu! Við ætlum að bjóða gestum heim til okkar en panta mat. Þetta verður lítil samkoma því ef að allir koma eru þetta um 40 manns. Ég hlakka svo til.
Það er búið að kaupa kjólinn á fermingarbarnið, búið að panta mat og myndatöku, búið að kaupa spariföt á yngri dótturina, búið að kaupa borðskraut, Oddný frænka ætlar að greiða stúlkunni og bara eftir að ryksuga og trutta til.
Þetta er skemmtilegt!
Athugasemdir
Þetta verður skemmtilegt hjá ykkur! Hljómar ekkert stress og rugl en sumir fara á límingunum í undirbúningi ... láta taka heimilið í gegn fyrir stórar upphæðir þótt veislan verði haldin í sal úti í bæ!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 19:23
Ohh það er svo gaman að ferma...og 1. apríl er sko frábær dagur ;)
Brynja Hjaltadóttir, 23.2.2007 kl. 19:28
Það er gaman þegar svona tilefni gefast til veisluhalda. Og gott að heyra að þið ætlið að taka skynsemispakkann á þetta og t.d. ekki láta flytja barnið til kirkju í þyrlu.
Ibba Sig., 23.2.2007 kl. 20:44
Sæl Kristín Björg. Já þú ert í skemmtilegu hlutverki sem fermingarmamma. Ég er búin að gera þetta fjórum sinnum og finnst þetta alltaf jafn gaman. Í fyrra þegar ég var að ferma litla barnið okkar hana Kristínu, þá fannst mér leiðinlegt að eiga ekki fleiri fermingar eftir, því þetta er það allra skemmtilegasta af mörgu skemmtilegu sem maður fær að njóta í foreldrahlutverkinu. Björk
Björk Vilhelmsdóttir, 24.2.2007 kl. 00:36
Vá hvað tíminn líður. Mér finnst ótrúlega stutt síðan að hún var lítil stelpa að byrja í kór hjá mér í kirkjunni
Kv.Bryndís Baldvinsd.
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.