21.2.2007 | 12:36
Dagurinn í dag
Upp er runninn öskudagur
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan dag og gleðileg jól
Þessa vísu lærði ég af mínum gamla vin og læriföður Tage Ammendrup.
Annars leiðist mér þessi dagur. Mér hefur í gegnum tíðinu fundist ömurlegt að sjá krakkana eftirlitslaus í Kringlunni syngjandi Bjarnastaðar beljurnar. Það er eitthvað hömluleysi í þessu.
Í henni Ameríku var gaman að fara út á Halloween. Þar fóru krakkar út í u.þ.b. klukkustund - sungu fyrir nágranna sína í næstu götum og fengu nammi að launum. Foreldrar barnanna með. Þeir sem ekki vildu fá krakka í heimsókn höfðu slökkt á útidyraljósinu. Mín yngri er einhverstaðar núna með heila íþrótta tösku og safnar sleikjóum í tonnatali.
Athugasemdir
Hérna í dreifbýlinu er þetta nú smærra í sniðum. Mín börn fengu reyndar helling af sælgæti, en líka penna og vandaða ullarsokka að launum fyrir sönginn...
Harpa J
http://www.vestan.blogspot.com/Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:26
Gæti ekki verið meira sammála þér Kristín mín, vil bara hafa skóla þennan dag. Hægt væri að hafa skemmtun í skólanum og þau mættu þá frekar koma með nammi með sér. En þetta fyrirkomulag er ekki að gera sig!!!
Hildur Rún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:12
Það var skóli fram eftir degi hjá mínum börnum. Mér fannst það flott. Og ekki skemmdi fyrir að börnin höfðu æft flotta músík undir leiðsögn kennaranema úr FÍH og við foreldrarnir fengum að njóta 60 manna hljómsveitar í flottasta atriði ever.
Og Tage var lang flottastur!
Ibba Sig., 27.2.2007 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.