Sorgmædd og reið

Þannig líður mér eftir fréttir af umferð helgarinnar. Það er mesta mildi að ekki skuli einhver hafa látið lífið eða slasast stórhættulega eftir ofsaakstur tvítugs ökumanns á föstudagskvöld. Sá lét öllum illum látum vítt og breytt um borgina og var eins og vígamaður með hríðskotabyssu í íbúðahverfum. Svo voru á þriðja tug ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur á höfðuborgarsvæðinu um helgina. Þessir ökumenn eru ekki bara að leggja líf sitt og limi í hættu heldur allra samferðamanna sinna. Það er eins og það sé einhverskonar firring og tilfinninga doði í samfélaginu. Við eigum að stoppa vini, félaga og ættingja okkar ef við verðum vitni að því að einhver ætlar að keyra undir áhrifum áfengis. Ég er ekki fylgjandi því að hækka bíprófsaldurinn flatt upp í 18 ár.  Frekar vildi ég sjá að ökunemar þyrftu að taka einskonar persónuleikapróf til að fá úr því skorið hvort viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu mikil ábyrgð hans er þegar bíl er ekið. Svo er það nú einu sinni þannig að  megin þorri ungra ökumanna eru fínir og góðir ökumenn og gera sér grein fyrir því að akstri fylgir ábyrgð. Við bara heyrum bara mikið oftar af hinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Sæl, skólasystir mín frá Laugarvatni.

Ég var líka búinn að finna í bloggheimum skólabróður okkar,  Sigurð H. Einarsson.  Hann virðist þó ekki blogga sjálfur heldur les blogg annarra og gefur "komment" á þau.

Blíðar heilsanir (þetta er færeyska),

www.jensgud.blog.is 

Jens Guð, 19.2.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband