Dásamlegur laugardagur

Gulli berst við að móta vatnsdeygsbollur - ég er að prófa uppskrift sem ég sá í mogganum í gær. Sú yngri er farin í afmæli og sú eldri liggur með marinn fót upp í loft og horfir á sjónvarp. Kisa er á vappinu. Það þurfti að loka hana inni meðan sú yngir kom sér út úr húsi því hún eltir systyrnar gjarnan og ratar svo ekki heim. Hún fylgir þeim líka þegar þær fara út í sjoppu og bíður þá traust og trygg fyrir utan. Hér á skólalóðinni eru lausar stofur og hún hangir þar gjarnan fyrir utan og bíður eftir stelpunum. Hún mjálmar líka rosalega hátt og stundum hefur sú yngri þurft að fara út og fara með köttinn heim sem kennsluhæft sé í skólanum. En við elskum Soffíu ofurheitt og hún okkur á móti. Þetta er köttur ættaður úr Skagafirði, fædd á Sauðárkróki og tæplega tveggja ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Æi, þessar kisur eru svo æðislegar. Við eigum Gotta ofurkött sem þegar er búinn með flest af sínum  níu lífum en er svo ótrúlega flottur. Kysstu á bágtið hennar Önnu frá okkur.

Ibba Sig., 18.2.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband