Handbolta fár

Já nú er þetta allt að gerast - ég verð brátt heltekin af handbolta. Ekkert toppar þó Bejing 2008 og auðnast það að sjá leiki íslenska liðsins við það spánska og síðan það franska.
Þegar ljóst var að Gulli færi til Bejing þá ákáðum við að ég hitti hann í lok leikanna og við ferðuðumst um Kína. Í mars fór ég að athuga með flug og ferðir og keypti síðan fyrir okkar fína ferð þar sem við sáum Sjanghai, Terracotta hermennina og sigldum á Yangtse fljóti svo eitthvað sé nefnt. En þarna í mars pantaði ég semsagt flug út til Beijing. Ég man þegar ljóst varð að við lékjum við Spánverja og ég sæi leikinn með eigin augum. Ég lenti að morgni leikdagsins og síðdegis fórum við hjón í fjölmiðla höllina og Gulli sýndi mér svæðið. Og svo var haldið á leikinn. Að sitja þarna með 40 - 50 íslendingum og hvetja liðið var stórkostleg upplifun. Ég fæ enn gæsahúð við tilhugsunina.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband